Detriot fóru illa með lið Chicago Bulls í nótt þegar þeir tóku "nautin" með 21 stigi, 87-108. Hjá Detroit voru það Rich Hamilton, Tyshaun Prince og Chris Webber sem áttu fína leiki eða allir með yfir 20 stig í þó jöfnu liði Detroit sem virðist vera á góðu skriði í úrslitakeppninni. Tyrus Thomas var stigahæstur Chicago manna með 18 stig en þeir rauðklæddu virðast sakna Ben Gordon (13 stig) sárlega sem hefur hreinlega horfið eftir frábæra seríu gegn Miami Heat. Utah Jazz sigruðu í fyrsta leik sínum gegn spútnik liði Golden State Warriors 112-116. Jafnt var á með liðunum en þó hafði GSW frumkvæðið allt fram í síðasta leikhluta þar sem að Utah skoraði 32 stig gegn aðeins 23 og kláruðu dæmið. Deron Williams átti stórleik fyrir Utah og skoraði 31 stig og sendi 8 stoðsendingar. CarloS Boozer var einnig fyrna sterkur með 20 fráköst og 17 stig. Baron Davis fór fyrir GSW að venju með 24 stig en næstur honum var J.Rich með 21 stig.
Detroit og Utah sigra
Fréttir