spot_img
HomeFréttirDetroit marði sigur í Boston - Einvígið jafnt

Detroit marði sigur í Boston – Einvígið jafnt

d
Fyrsta tap Boston Celtics á heimavelli í úrslitakeppninni leit dagsins ljós í nótt þegar Detroit Pistons jöfnuðu einvígið. 103-97 var lokastaða leiksins sem var mjög jafn nánast allan tímann. Pistons lögðu grunninn að sigrinum strax í öðrum leikhluta þegar þeir náðu góðu forskoti og leiddu með 5 stigum í hálfleik. Þriðji leikhluti var mjög jafn en þó gestirnir enn með frumkvæðið og fyrir síðasta leikhlutann leiddu þeir með 7 stigum. Í fjórða leikhluta reyndu heimamenn hvað þeir gátu til að jafna leikinn en lið Pistons er hlaðið heilu brettunum af reynslu og nýttu hana til fulls til að klára leikinn.  Það var Rip Hamilton sem fór fyrir sínum mönnum og setti niður 25 stig og næstur honum kom fyrrum leikmaður Boston (Háskólaval) , Chauncey Billups með 19 stig.  Rasheed Wallace var svo með fína tvennu í 13 stigum og 10 fráköstum.  

Hjá heimamönnum var það “þríhöfða skrímslið” sem setti samtals niður 75 stig (Pierce 26, Allen 25, Garnett 24) Garnett bætti svo við 13 fráköstum.  Rajon Rondo var nokkuð solid og ekki langt frá “Þrennu” með 10 stig , 9 fráköst og 8 stoðir.  

“Augljóslega voru þetta vonbrigði, mér fannst við ekki setja jafn mikla pressu á þá í vörninni og við gerðum í fyrsta leiknum. Venjulega þegar við setjum niður 49% skota okkar og skorum 97 stig þá vinnum við leikina okkar. Ég tek hatt minn ofan fyrir Pistons þar sem þeir settu niður erfið skot undir lok leiksins. Staðan er núna þannig að við þurfum að fara til Detriot og vinna leik þar, og við munum gera það” sagði Doc Rivers þjálfari Boston eftir leik.

Fréttir
- Auglýsing -