spot_img
HomeFréttirDesagna Diop aftur til Mavericks

Desagna Diop aftur til Mavericks

14:59
{mosimage}

(Diop) 

Senegalski körfuboltamaðurinn Desagna Diop er genginn aftur til liðs við Dallas Mavericks í NBA-deildinni frá New Jersey Nets. Hann er búinn að samþykkja samningstilboð Dallas en má ekki skrifa undir fyrr en í næstu viku. 

Desagna lék áður með Dallas en þurfti að fara í skiptum til New Jersey Nets þegar Mavericks fengu Jason Kidd aftur heim. 

Nýi samningurinn hljóðar upp á 31 milljón dollara fyrir fimm ár en innanbúðarmaður hjá Dallas sagði Sports Illustrated í Bandaríkjunum að NBA-reglur segja samninginn ekki mega vera undirritaðan fyrr en í næstu viku. 

Diop er 213m á hæð og leikur í stöðu miðherja.

 

www.dv.is

Fréttir
- Auglýsing -