spot_img
HomeFréttirDerrick Rose snýr aftur í kvöld

Derrick Rose snýr aftur í kvöld

Að sögn Tom Thibodeau, þjálfara Chicago Bulls er búist við því að Derrick Rose snúi aftur til leiks með liðinu í kvöld þegar það mætir Orlando Magic, "að því gefnu að ekkert breytist."

 

Rose hefur verið frá leik síðan í febrúar þegar hann fór í hnéaðgerð þar sem skemmdir á liðþófa á hægra hné hans voru fjarlægðar. Síðan þá hefur hann verið í stífri endurhæfingu og haldið sér við fyrir endurkomuna.

 

Rose spilaði 46 leiki með Bulls í vetur áður en hann meiddist og skoraði 18 stig og gaf 5 stoðsendingar. Bulls hafa unnið 10 og tapað 10 leikjum á meðan hann var frá en fleiri leikmenn hafa einnig verið í meiðslum á sama tíma, eins og Jimmy Butler og Taj Gibson.

 

 

Mynd: Fansided.com

Fréttir
- Auglýsing -