spot_img
HomeFréttirDerhúfur Gnúpverja uppseldar

Derhúfur Gnúpverja uppseldar

Lið Gnúpverja leikur í fyrsta skipti í 1. deild karla á komandi leiktíð. Liðið hefur komist upp um tvær deildir í röð en liðið lék í 3. deild fyrir tveimur árum síðan. 

 

Félagið fór nýstárlegar leiðir að sölu á ársmiðum fyrir tímabilið. Þeir fóru í framleiðslu á flottum derhúfum og með kaupum á henni fylgdi ársmiði á alla leiki Gnúpverja á komandi leiktíð. Frá þessu greindi Karfan.is fyrr í sumar. 

 

Nú hafa forsvarsmenn Gnúpverja tilkynnt að derhúfurnar séu uppseldar en 100 ársmiðar hafa því selst. Segir á heimasíðu Gnúpverja að salan hafi farið fram úr björtustu vonum: „Við höfum gert nýja pöntun hjá framleiðanda okkar og er önnur sending af derhúfum væntanleg í september lok.“ 

 

Hægt er að festa kaup á derhúfu úr næstu sendingu hér í vefverslun Gnúpverja.

 

Fréttir
- Auglýsing -