spot_img
HomeNBADenver tóku þann fyrsta sannfærandi (Myndband)

Denver tóku þann fyrsta sannfærandi (Myndband)

Eftir að hafa notið ferska loftsins í Boston síðustu daga þá virtust leikmenn Miami Heat en vera að venjast því “þunna” lofti sem Denver bíður uppá í þessari ca. mílu hæð frá sjávarmáli. Vel hvíldir heimamenn í Nuggets áttu ekki í töluverðum vandræðum og sviðshrollur í sínum allra fyrsta leik í úrslitum NBA var hvergi sjáanlegur.

Miami hóf leikinn bærilega vel en í stöðunni 5:4 tóku Denver öll völd á vellinum og litu aldrei tilbaka. 104:93 varð niðurstaða næturinnar og Nicola Jokic sem hreinlega var rændur MVP titlinum í ár tróð en einum sokknum í kjörnefnd MVP valsins með 27 stigum, 10 fráköstum og 14 stoðsendingum. Jamal Murrey hlóð svo í myndarlega tvennu með 26 stig og 10 stoðsendingar.

Fremur þreyttir piltarnir frá suðurströndinni voru langt frá því sem þeir sýndu gegn Boston og Bam Adebayo leiddi liðið með 26 stig og 13 fráköst. Næsti leikur aðra nótt og þá enn í Denver.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -