spot_img
HomeFréttirDenver Nuggets vilja ekki ræða við önnur lið um Michael Porter Jr

Denver Nuggets vilja ekki ræða við önnur lið um Michael Porter Jr

Lið Denver Nuggets í NBA deildinni hefur víst gefið það út að ungstirni þeirra Michael Porter Jr. verði ekki sendur frá liðinu á leikmannamarkaðinum nú á milli tímabila.

Porter Jr. mætti til leiks með Nuggets af miklum krafti nú í sumar í NBA búbblunni í Orlando, en hann hafði áður setið út allt nýliðaár sitt vegna meiðsla á baki. Að meðaltali skilaði hann 9 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik fyrir Nuggets 2019-20 tímabilið og 11 stig og 7 fráköst í úrslitakeppninni, en liðið fór alla leið í úrslit Vesturstrandarinnar, þar sem þeir töpuðu fyrir verðandi meisturum Los Angeles Lakers.

Brian Windhorst á ESPN segist hafa í samtölum við forráðamenn liða í deildinni komist að því að það sé ljóst að Nuggets ætli ekki að láta Porter Jr. frá sér og að önnur lið séu beðin um að spyrja ekki út í hann.

Porter Jr. var upphaflega valinn númer 14 af Nuggets í 2018 nýliðavali deildarinnar eftir að hafa lítið sem ekkert geta leikið með liði Missouri vegna meiðsla á háskólaboltanum. Sé eitthvað að marka framgöngu leikmannsins undir lok þessa síðasta tímabils, er ljóst að sá sjéns sem Nuggets tóku á honum þá virðist hafa gefið.

Fréttir
- Auglýsing -