spot_img
HomeFréttirDenver Nuggets - Áfram uppbygging í Denver

Denver Nuggets – Áfram uppbygging í Denver

 

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

14. sæti – Phoenix Suns

13. sæti – Sacramento Kings

 

 

 

 

Denver Nuggets

 

Heimavöllur: Pepsi Center

Þjálfari: Mike Malone

 

Helstu komur: Jamal Murray.
Helstu brottfarir: DJ Augustin.

 

Engar stórar breytingar urðu á Nuggets liðinu í sumar en það er kannski bara ágætt, þetta tímabil mun verða notað til þess að skoða hvaða ungu leikmenn liðsins eru tilbúnir til þess að taka næsta skref. Þjálfarinn Mike Malone, sem unnið hefur sér helst til frægðar að vera eini þjálfarinn sem hefur haft tak á DeMarcus Cousins mun halda áfram sem er nákvæmlega það sem ungt lið Denver þarf á að halda. Nikola Jokic sýndi í fyrra að þar fer gríðarlegt efni og hann mun vonandi halda áfram að þróast sem leikmaður.

 

Styrkleikar liðsins eru ekkert afskaplega miklir. Þetta lið eins og staðan er í dag er mun nær því að vera efnilegt heldur en gott en efnilegu leikmennirnir þeirra líta vissulega vel út. Mike Malone er líka klárlega að fara að láta þetta lið spila vörn. Veikleikarnir eru svo lítil breidd í bakvarðastöðunum, óreyndir leikmenn munu spila lykilhlutverk sem þeir ráða ekki endilega við, og að lykilmenn eru oft meiddir.

 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Emanuel Mudiay
SG – Gary Harris
SF – Danilo Gallinari
PF – Kenneth Faried
C – Nikola Jokic

 

Gamlinginn: Jameer Nelson (34) Er enn að fá mínútur hjá Nuggets, eiginlega kominn yfir hæðina.
Fylgstu með: Nikola Jokic verður í sviðsljósinu í vetur, frábær ungur leikmaður.

 

Spá: 36-56 – 12. sæti.

Fréttir
- Auglýsing -