spot_img
HomeFréttirDenver lætur Karl fara

Denver lætur Karl fara

Denver Nuggets ákvað að semja ekki við þá Coby Karl og Brian Butch. Þeir léku báðir með liðnu í Sumardeildinni í Las Vegas í síðasta mánuði. Eins og nafngiftin gefur til kynna er Coby Karl sonur þjálfara liðsins George Karl.
George Karl er í fríi frá störfum en hann er að jafna sig eftir þrálanga baráttu við krabbameini í hálsi. Hann mætir til starfa í næsta mánuði.
 
Þessi ákvörðun hefur verið erfið fyrir George Karl og hans starfslið að semja ekki við Coby enda ekki á hverjum degi sem þú þarft að segja syni þínum að hann sé ekki nógu góður til að spila fyrir þig.
 
Andrúmsloftið verður án efa skrýtið í næsta matarboði hjá Karl-fjölskyldunni þegar guttin mun kryfja karlinn af hverju hann komst ekki í liðið.
 
Ljósmynd/ George Karl og Denver Nuggets hafa engin not fyrir Coby Karl.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -