spot_img
HomeFréttirDennis Johnson látinn

Dennis Johnson látinn

10:26

{mosimage}
(Dennis var einn besti bakvörður síns tíma)

Dennis Johnson, fyrrverandi leikmaður NBA, lést af völdum hjartaáfalls í gær 52 ára að aldri. Dennis lék í 13 ár í NBA-deildinni og varð þrisvar sinnum meistari, einu sinni með Seattle og tvisvar með Boston, og lék hann einnig um tíma með Phoenix. Í vetur var hann að þjálfa Austin Toros í D-deildinni.

Dennis var ekki talinn efnilegur leikmaður í High School eða College en náði ótrúlegum afrekum sem atvinnumaður. Hann spilaði í 5 Stjörnuleikjum og var talinn einn besti varnarmaður deildarinnar. Hann hætti að spila eftir tímabilið 1989-90 og þá sagði Larry Bird að hann hefði verið besti leikmaðurinn sem hann hafði spilað með.

Hann var valinn besti leikmaður úrslita NBA árið 1979 þegar hann leiddi Seattle til sigurs og var nefndur 5 sinnum í varnarlið NBA-deildarinnar(1979-83, 87).

Þegar hann hætti að spila var hann aðeins ellefti leikmaðurinn frá upphafi til að skora yfir 15.000 stig og gefa 5.000 stoðsendingar.

Dennis Johnson var hluti af Boston Celtics liðinu sem varð meistari 1985-86 en það er talið eitt allra besta lið frá upphafi.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -