spot_img
HomeFréttirDeng og Hinrich verða ekki með í kvöld

Deng og Hinrich verða ekki með í kvöld

Meistarar Miami Heat fá Chicago Bulls í heimsókn í kvöld í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Luol Deng og Kirk Hinrich verða ekki með Bulls í kvöld. Staðan í einvíginu er 3-1 fyrir Miami og fátt ef nokkuð sem kemur í veg fyrir að Bulls fari í sumarfrí eigi síðar en á morgun.
 
Deng hefur verið að glíma við flensu og bakmeiðsli og fór ekki til Miami með Bulls-liðinu og Hinrich er meiddur á kálfa. Í þessari viku er síðan akkúrat ár síðan Derrick Rose fór í hnéaðgerðina. „Sama hverjar kringumstæðurnar eru þá verður þú að gera það besta úr þeim. Þetta lið hefur glímt við mótlæti allt tímabilið en við höfum haft þann einstaka hæfileika að koma alltaf aftur til baka. Ég vænti þess að við gerum það í kvöld,“ sagði Tom Thibodeau þjálfari Bulls á skotæfingu liðsins í dag.
  
Fréttir
- Auglýsing -