spot_img
HomeFréttirDempsey enn fjarri góðu gamni

Dempsey enn fjarri góðu gamni

Myron Dempsey verður ekki með Tindastól í kvöld þegar KR og Tindastóll mætast í þriðja úrslitaeinvígi Domino´s-deildar karla. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1, og hefur Dempsey ekki leikið mínútu í rimmunni til þessa sökum meiðsla á auga.

 

Israel Martin þjálfari Tindastóls staðfesti þessi tíðindi við Karfan.is áðan og sagði einnig að ekki væri vitað hvenær Dempsey yrði klár í slaginn á ný en líðan hans væri dag fyrir dag að verða betri en leikmaðurinn þó ekki enn leikfær. 

Þrátt fyrir fjarveru Dempsey er einvígið jafnt eftir svakalegan leik liðanna í Síkinu og nú er að bíða þriðju viðureignarinnar í DHL-Höllinni í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -