spot_img
HomeFréttirDempsey ekki með í kvöld

Dempsey ekki með í kvöld

Karfan.is heyrði í Israel Martin þjálfara Tindastólsmanna nú í dag og staðfesti Martin að Myron Dempsey yrði ekki með þeim Tindastólsmönnum í kvöld gegn KR þegar liðin mætast í annað sinn.  Fyrri leiknum lauk með stór sigri KR þar sem meðal annars frákastabaráttan var alger eign þeirra röndóttu og því koma þessar fréttir ekki vel fyrir þá Skagfirðinga. 

"Því miður verður Dempsey ekki með í kvöld og Darrel Flake er einnig mjög tæpur á því að geta beitt sér en ætlar hinsvegar að reyna að gera sitt besta.  Auðvitað eru þetta slæmar fréttir fyrir okkur og sérstaklega þar sem við viljum hafa alla með í leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.  Það væri líka meiri skemmtun og meiri barátta í þessum leikjum ef allir væru heilir en við getum ekki breytt því núna." sagði Israel Martin í snörpu viðtali við Karfan.is. 

Leikurinn er í Síki þeirra Tindastólsmanna í kvöld og hefst á slaginu 19:15. 

Fréttir
- Auglýsing -