spot_img
HomeFréttirDel Negro rekinn frá Bulls

Del Negro rekinn frá Bulls

 Vinny Del Negro, þjálfari Chicago Bulls, þarf sennilega að leita sér að nýrri vinnu í sumar, en fréttir herma að forsvarsmenn liðsins hafi sagt honum upp í gær eftir tveggja ára starf.
 
Gengi Chicago undir hans stjórn hefur verið upp og ofan, en einkennst frekar af vonbrigðum en hinu, þó hann hafi unnið helming leikja sinna og komist í úrslitakeppnina bæði árin. Þeir áttu góða spretti í úrslitakeppninni í fyrra, en náðu ekki að fylgja því eftir í ár og voru farnir að sjást brestir í samskiptum Del Negros og John Paxon, varaforseta liðsins. Í vor bárust m.a.s. fréttir af því að þeim hafði lent saman á skrifstofu þjálfarans.
 
Ráðning Del Negros til Bulls kom verulega á óvart þar sem hann hafði enga reynslu sem aðalþjálfari, en hann hefur eflaust verið ódýrari kostur en reyndir þjálfarar. Hann átti eitt ár eftir af samningum og fær tæpar $2 milljónir í starfslokagreiðslu.
 
Nú eru fjölmargir orðaðir við stöðuna, m.a. Avery Johnson, Doug Collins, Tyrone Corbin, Tom Thibodeau og Lawrence Frank.
 
Fleiri frétta er að vænta af þjálfaramálum í NBA þar sem Collins hefur einnig verið orðaður við stöðuna hjá Philadelphia sem og Larry Brown, sem gæti verið á leið frá Charlotte og hafa LA Clippers einnig verið nefndir í þessu samhengi. Loks hefur gamli refurinn Pat Riley látið hafa eftir sér að hann gæti vel hugsað sér að snúa sér sftur að þjálfun í framtíðinni, ef hann hætti störfum sem forseti Miami Heat. 
Fréttir
- Auglýsing -