spot_img
HomeBikarkeppniDeildirnar verða kláraðar - Bikarkeppninni líklega frestað

Deildirnar verða kláraðar – Bikarkeppninni líklega frestað

Keppni mun hefjast á nýjan leik í lok næstu viku samkvæmt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. Staðfesti hann þetta við visir.is nú í hádeginu.

Með því er stefnt að því að klára það sem eftir var af tímabilinu, en í Dominos deild karla og kvenna eru sex umferðir eftir.

Samkvæmt Hannesi verður skipulagi haldið og mótið klárað fyrir 10. maí, en bikarkeppnin sem fara átti fram nú í lok mánaðar verður líklega eitthvað frestað og jafnvel leikinn næsta haust.

Fréttir
- Auglýsing -