Þá er deildarkeppninni lokið í WNBA og ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á Austur- og Vesturströndinni. Indiana Fever höfðu sigur á Austurströninni að lokinni deildarkeppninni með 22 sigra og 12 tapleiki en Phoenix Mercury unnu Vesturströndina með 23 sigra og 11 tapleiki.
Diana Taurasi leikmaður Phoenix Mercury leiddi deildarkeppnina í stigaskori með 20,4 stig að meðaltali í leik. Þá var Candace Parker leikmaður LA Sparks frákastahæst með 9,8 fráköst í leik og Sue Bird leikmaður Seattle Storm með flestar stoðsendingar eða 5,8 að meðaltali í leik.
Úrslitakeppnin hefst á morgun þar sem Atlanta og Detroit mætast í sínum fyrsta leik sem og Seattle og Los Angeles. Á fimmtudag mætast svo Indiana og Washington og Phoenix og San Antonio.
Fyrsta umferð úrslitakeppninnar í WNBA:
Vesturströndin:
Phoenix Mercury-San Antonio Silver Stars
Seattle Storm-Los Angeles Sparks
Austurströndin:
Indiana Fever-Washington Mystics
Atlanta Dream-Detroit Schock.
Atlanta Dream er aðeins á öðru ári sínu í WNBA deildinni og eru nú í fyrsta sinn að komast í úrslitakeppnina. Detroit Schock eru öllu heldur reyndari og hafa þrívegis orðið WNBA meistarar og sjö sinnum komist í úrslitakeppnina. Þá eru Schock einnig ríkjandi meistarar en Schock og Dream mættust síðast þann 27. ágúst þar sem Schock höfðu sigur 87-83 en í þremur viðureignum liðanna þar á undan hafði hið unga lið Dream ávallt unnið sigur.



