Chicago Bulls og San Antonio Spurs eru sigurvegarar í deildarkeppni NBA en síðasta umferð deildarinnar fór fram í nótt. Bulls hafði sigur á austurströndinni með 62 sigra og 20 tapleiki en Spurs höfðu sigur á vesturströndinni með 61 sigur og 21 tapleik. Þar sem Bulls eru með mesta sigurhlutfall deildarinnar eiga þeir heimavöllinn alla leið inn í úrslit ef þeir komast þangað. Fimmtán leikir voru á dagskrá í nótt í þessari síðustu umferð og nú er ljóst hvernig úrslitakeppnin verður skipuð:
Vesturströndin: (8-liða úrslit)
San Antonio Spurs – Memphis Grizzlies
LA Lakers – New Orleans Hornets
Dallas Mavericks – Portland Trail Blazers
Oklahoma City Thunder – Denver Nuggets
Eftirfarandi lið komust ekki í úrslitakeppnina á vesturströndinni:
Houston Rockets
Phoenix Suns
Utah Jazz
Golden State Warriors
LA Clippers
Sacramento Kings
Minnesota Timberwolves
Austurströndin: (8-liða úrslit)
Chicago Bulls – Indiana Pacers
Miami Heat – Philadelphia 76ers
Boston Celtics – New York Knicks
Orlando Magic – Atlanta Hawks
Eftirfarandi lið komust ekki í úrslit á austurströndinni:
Milwaukee Bucks
Charlotte Bobcats
Detroit Pistons
New Jersey Nets
Washington Wizards
Toronto Raptors
Cleveland Cavaliers
Sjálf úrslitakeppnin hefst á laugardag með fjórum leikjum og þarf að vinna fjóra leiki í átta liða úrslitum á hvorri strönd fyrir sig til þess að komast í undanúrslit.
Mynd/ Derrick Rose hefur ríka ástæðu til að brosa þessi dægrin. Líklegast verður hann valinn besti leikmaður deildarkeppninnar í NBA og Bulls eiga heimaleikjaréttinn eins lengi og þeir lifa í úrslitakeppninni.