spot_img
HomeFréttirDeild og bikar hanga saman hjá Garðbæingum

Deild og bikar hanga saman hjá Garðbæingum

Groundhog Day eða skemmtilegar tilviljanir? Jafnan þegar Poweradebikarinn er á ferð þá verður vart um ,,endurtekið efni” hjá Stjörnumönnum í Garðabæ. Leikir þeirra í bikarnum hanga í ansi miklu návígi við leiki þeirra í deild. Í 32 liða úrslitum og 16 liða úrslitum lék Stjarnan gegn sama liðinu í deild og bikar, þ.e. Skallagrím og KFÍ, annað hvort rétt fyrir eða rétt eftir bikarleik.
 
Nú eru Garðbæingar komnir í Laugardalshöll og leika til úrslita gegn Grindavík. Leikurinn fer fram 16. febrúar næstkomandi og svo mætast liðin aftur í deild þann 24. febrúar eða átta dögum eftir að þau áttust við í Höllinni.
 
Bikar
 
32 liða úrslit: Stjarnan 84-78 Skallagrímur – 2. des 2012
16 liða úrslit: Stjarnan 97-78 KFÍ – 16. des 2012
8 liða úrslit: Stjarnan 94-77 ÍR – 6. jan 2013
4 liða úrslit: Snæfell 71-92 – 27. jan 2013
 
Deild
 
Skallagrímur 84-98 Stjarnan – 29. nóvember 2012 (mæta Skallagrím í bikar 2. desember)
KFÍ 101-107 Stjarnan – 13. desember 2012 (mæta KFÍ í bikar 16. desember)
Stjarnan og ÍR mættust svo ekki í deild í kringum 8-liða úrslit bikarsins en aftur í undanúrslitum kom þetta upp.
Á morgun 31. janúar mætast svo Stjarnan og Snæfell í Domino´s deildinni í Ásgarði, liðin sem mættust í undanúrslitum. Þrír af fjórum bikarleikjum Stjörnunnar til þessa hafa því verið gegn liði sem Garðbæingar eru að fara að mæta í deild eða nýbúnir að leika gegn.
 
Stjarnan og Grindavík leika svo til bikarúrslita þann 16. febrúar næstkomandi og viti menn, ekki langt að bíða þar til þau mætast í deild. Bikarúrslitin eru 16. febrúar og mætast Stjarnan og Grindavík svo aftur eða 24. febrúar í Domino´s deildinni þannig að um vika líður á milli þess að liðin mætast í Höllinni og svo aftur í deild en þá er leikið í Garðabæ.
 
Skemmtileg tilviljun en eflaust einhverjir í röðum Stjörnumanna sem hafa upplifað smá vott af ,,Deja vu” undanfarið.
Fréttir
- Auglýsing -