spot_img
HomeFréttirDeila um LeBron eða Jordan endaði með líkamsárás

Deila um LeBron eða Jordan endaði með líkamsárás

Menn geta endalaust rifist um hvaða leikmaður NBA deildarinnar sé sá besti frá upphafi. Tveir herbergisfélagar í State College í Pensilvaníu fóru með ágreininginn upp á næsta stig.

 

Lögregla var kölluð inn á heimavist State College um helgina þar sem þessir félagar höfðu flogist á um hvor væri bestur allra tíma, LeBron James eða Michael Jordan. Daniel Mondelice, 22 ára nemandi í skólanum hefur nú verið ákærður í kjölfarið fyrir grófa líkamsárás og hótanir í garð annarra nemenda.

 

Ekki fylgdi sögunni með hvorum Mondelice hélt með.

 

Heimild: The Daily Collegian

Fréttir
- Auglýsing -