spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaDedrick Basile til Grindavíkur

Dedrick Basile til Grindavíkur

Grindavík hefur samið við bakvörð Njarðvíkur Dedrick Deon Basile fyrir komandi átök í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Dedrick hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar frá því hann kom til Þórs Akureyri, en síðustu tvö tímabil hefur hann leikið fyrir Njarðvík. Á síðasta tímabili skilaði hann 20 stigum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik.

„Við erum stolt af því að fá Dedrick Deon Basile til liðs við Grindavík fyrir komandi tímabil. Basile hefur sannað með frammistöðu sinni að hann er einn af bestu leikmönnum deildarinnar og það er hvalreki fyrir Grindavík að fá þennan öfluga leikstjórnanda til félagsins. Með komu hans getum við svo sannarlega sett stefnuna hátt á næsta tímabili,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður Grindavíkur.

Grindavík hefur nú þegar samið við DeAndre Kane og Daniel Mortensen um að leika með félaginu á næstu leiktíð. Leikmannahópur Grindavíkur fyrir næsta tímabil í Subway-deild karla er því farinn að taka á sig mynd.

Fréttir
- Auglýsing -