spot_img
HomeFréttirDearica Hamby skýtur Las Vegas í undanúrslit með ótrúlegu skoti

Dearica Hamby skýtur Las Vegas í undanúrslit með ótrúlegu skoti

Litlu munaði að Dearica Hamby yrði skúrkurinn í leik Las Vegas Aces og Chicago Sky í 2. umferð úrslitakeppni WNBA í gær.

Þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum og staðan 92-90, Chicago í vil, þá kemst Hamby inn í sendingu Courtney Vandersloot við miðlínuna. En í stað þess að senda strax á samherja sinn sem var galopin og með greiða leið að körfunni þá tók hún tvö skref og skaut löngum þrist rétt við miðlínuna.

Charles Barkley sagði eitt sinn að eini munurinn á góðu skoti og lélegu skoti væri hvort það færi ofan í körfuna eða ekki. Sem betur fer fyrir Hamby, sem viðurkenndi að hún hefði talið að tíminn væri að renna út, small skotið ofan í þegar rúmar 5 sekúndur voru eftir.

Síðasta sókn Chicago brást svo þegar Astou Ndour klikkaði á þriggja stiga skoti en hún hafði komið Sky yfir þegar 24 sekúndur voru eftir með þriggja stiga skoti.

Fréttir
- Auglýsing -