spot_img
HomeFréttirDean Smith fallinn frá 83 ára

Dean Smith fallinn frá 83 ára

 Kannski ekki allir sem þekkja nafnið Dean Smith en þó flestir sem eitthvað þekkja til körfuknattleiks vestra hafs. En í gær lést þessi fyrrum þjálfari North Carolina háskólans, 83 ára að aldri.  Dean Smith var að mörgum talinn hafa verið langt á undan sinni samtíð í þjálfun og samband hans við leikmenn sína var einstakt.  Dean var naskur að finna góða hæfileika fyrir skólann og má þar nefna Antawn Jamison, Vince Carter, Rasheed Wallace, James Worthy, Sam Perkins og svo auðvitað þann allra besta Michael Jordan. En þessi listi er svo sannarlega ekki tæmandi.  Dean Smith var við stjórnvölin hjá UNC í 36 ár og hætti þar árið 1997 með 879 sigra á bakinu sem var á þeim tíma met.  Hann vann tvisvar NCAA titilinn og 11 sinnum fór hann í Final Four með sitt lið. 
 
Þjálfunar- og sá leikstíll sem Smith lagði upp með á sínum ferli breytist auðvitað með þeim leikmönnum sem hann hafði hverju sinni.  En nokkrir hlutir breyttust aldrei sem voru hans einkenni og það voru hraðaupphlaups taktík hans, margar sendingar í sóknarleiknum og harður varnarleikur þar sem að gildrur voru settar sem skiluðu stolnum boltum og auðveldum körfum hinumegin á vellinum.  Michael Jordan hefur látið hafa eftir sér að engin hafi haft meiri áhrif á hann að undanskildum foreldrum hans og að Smith hafi verið mikið meira en þjálfari hans hjá UNC. 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -