spot_img
HomeFréttirDavidson úr leik eftir tap gegn Rhode Island

Davidson úr leik eftir tap gegn Rhode Island

 

 Davidson háskólinn er úr leik í úrslitum Atlantic 10 riðlinum eftir slæmt 84:60 tap gegn rótsterku liði Rhode Island nú rétt áðan.  Rhode Island skólinn tók taumana á leiknum strax í upphafi og létu þá aldrei af hendi út leikinn. Þeir leiddu með 12 stigum í hálfleik 46:34 og lítið sem benti til þess að Davidson ættu möguleika í þessum leik. 

 

Davidson náði muninum mest niður í 10 stig í seinni hálfleik en komust ekki lengra að þessu sinni. Okkar maður Jón Axel Guðmundsson skoraði 9 stig tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leiknum.  Ekki er líklegt að Davidson nái í sjálfa lokakeppni Háskólaboltans í ár en ekki er hinsvegar loku fyrir því skotið að þeim verði boðið í einhver af öðrum mótum eftir þessa keppni eins og t.d NIT mótið sem er 32 liða mót fyrir sterkustu liðin sem ekki komast í lokakeppnina. 

 

Árið hinsvegar búið að vera viðburðaríkt hjá Jóni Axel.  Á sínu fyrsta ári er kappinn búin að koma sér kyrfilega fyrir í byrjunarliði Davidson sem er í raun óheyrt og góð fyrirheit fyrir framhaldið hjá honum á næstu þremur árum. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -