spot_img
HomeFréttirDavíð Tómas: Við erum hægt og rólega að færast nær NBA

Davíð Tómas: Við erum hægt og rólega að færast nær NBA

 

Á dögunum samþykkti miðstjórn FIBA fjórtán reglubreytingar í leikreglum sambandsins. Reglubreytingunum er ætlað að auka flæði leiksins og skýra nokkra hluti betur. 

 

Nefnd á vegum FIBA sem er ætlað að ráðleggja til um breytingar inniheldur sérfræðinga frá FIBA, NBA og NCAA. Sú nefnd yfirfór 32 atriði og sendi til yfirstjórnar sem samþykkti fjórtán atriði.

 

Breytingarnar má finna hér

 

Karfan hafði samband við dómarann Davíð Tómas Tómasson og spurði hann út í þessar reglubreytingar og hvaða áhrif þær ættu eftir að hafa á næstu tímabilum.

 

 

Hvernig líst þér á þessar breytingar?

"Ég held að þessar breytingar séu til góðs. Við erum hægt og rólega að færast nær NBA og ég held að það sé markmiðið hjá FIBA að NBA og FIBA verði nær hvort öðru í reglunum. Markmiðið er svo hraða leiknum og gera hann áhorfendavænni."

 

Hver er stærsta breytingin þarna?

"Mér finnst mest spennandi breytingin um myndbands endurskoðun. Nú fjölgar þeim hlutum sem dómarar mega skoða í leik. Það eru kannski ekki allir sem vita að það má ekki skoða hvað sem er hvenær sem er og ég held að það sé nokkuð á reiki meðal hins almenna áhugamanns hvað má skoða og hvað má ekki skoða." 

 

"Þó sú breyting sé ekki beint til að hraða leiknum þá held ég að markmiðið sé samt að vera með sem flesta hluti rétt og sem dómari er alveg glatað að vera dæma leik, vera ekki alveg viss um eitthvað mikilvægt atriði, stöð 2 er með fulla útsýningu og Svali vill ólmur fá okkur í heimsókn en reglurnar bara leyfa okkur ekki að skoða þetta tiltekna atriði." 

 

"Ég held því að þessar breytingar séu til hins góða. Tæknivillu breytingin er líka áhugaverð, hún tekur á þessari tvöföldu refsingu. Þ.e.a.s að ef þú ert með boltann og þitt lið fær tæknivillu þá missirðu ekki boltann líka heldur förum við bara í eitt vítaskot og höldum svo áfram þar sem frá var horfið."

 

Hefður þú persónulega vilja sjá einhverjar aðrar eða fleiri breytingar?

"Miðað við stefnuna frá FIBA kæmi það mér ekki á óvart ef leiktíminn yrði lengdur í 4×12 mínútur eins og er í NBA. Ég held að það gæti orðið áhugaverð breyting… Meiri körfubolti, er það ekki það sem allir vilja?"

Fréttir
- Auglýsing -