spot_img
HomeFréttirDavíð Tómas Tómasson - Pepplistinn Minn

Davíð Tómas Tómasson – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli dómarar setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum dómarann Davíð Tómas Tómasson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Davíð Tómas, ásamt Kristni Óskarssyni og Davíði Kristján Hreiðarssyni, dæmir fjórða leik Hauka og Þórs í Þorlákshöfn kl. 19:15 í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

Davíð:

"Ég fæ svolítið einn og einn artista á heilann og hlusta nánast eingöngu á hann á ákveðnu tímabili, núna er Kendrick Lamar á fóninum"

 

 

Kendrick Lamar – m.A.A.d City  

Uppáhalds lagið mitt með honum. Algjör sturlun og gírar mann vel upp.

Kendrick Lamar -The Blacker the Berry 

Mjög kraftmikill texti. Eitthvað sem ég fýla í botn.

Kendrick Lamar – Alright

Meira svona feel good og kemur manni í rólegri stemningu.

Kendrick Lamar – Bitch don´t kill my vibe  

Annað feel good lag. 

Annars er ég ekki mikið að hlusta á mjög peppaða tónlist fyrir leiki. Annað en leikmenn þarf ég að fókusa meira á að vera yfirvegaður og rólegur og ég hlusta eiginlega mest á klassíska tónlist. Hún gefur mér meiri ró og yfirvegun.

Ég er ekkert endilega að finna upp hjólið í því. Ég hlusta mest á Bach, Mozart, Bethoven og Vivialdi

Johan Sebastian Bach – Erbarme Dich

Wolfgang Mozart – Adadgio
 

Svo rétt áður en ég kem inní hús hlusta ég nánast undantekningalaust á 9. sinfóníuna hans Bethovens. Það kemur mér yfirleitt á mjög góðan stað

Fréttir
- Auglýsing -