spot_img
HomeFréttirDavíð tekur slaginn á ný með Skallagrím

Davíð tekur slaginn á ný með Skallagrím

Skallagrímur er nú á fullu að safna liði fyrir komandi baráttu í Dominos deild karla á næsta tímabili. Fyrr í dag var tilkynnt að Davíð Ásgeirsson hefði hug á að taka skónna af hillunni að nýju eftir árspásu frá körfubolta. Þá hefur Atli Aðalsteinsson einnig ákveðið að leika áfram með félaginu á komandi leiktíð. 

 

Í tilkynningu Skallagríms segir: „Davíð tók sér hlé frá körfunni síðasta vetur en lék síðast með liðinu í Dominos deildinni tímabilið 2016-2017 þar sem hann skoraði 3,5 stig og tók 2,1 frákast að meðaltali í leik. Atli var aftur á móti í liði Skallagríms í 1. deildinni á yfirstandandi tímabili þar sem hann skoraði 2,5 stig að meðaltali í leik og gaf 2,1 stoðsendingu.“

 

Það hefur verið nóg að gera hjá undirskriftardeild Skallagríms síðustu daga en um síðustu helgi var tilkynnt að bræðurnir Björgvin Hafþór og Bergþór Ægir Ríkharðssynir hefið samið við liðið. Einnig framlengdu þeir Eyjólfur Ásberg og Bjarni Guðmann samninga sína við liðið. Þá segir á heimasíðu Skallagríms að frekari fregna sé að vænta. 

 

Fréttir
- Auglýsing -