spot_img
HomeFréttirDavid Okeke aftur með Haukum í kvöld eftir að hafa hnigið niður...

David Okeke aftur með Haukum í kvöld eftir að hafa hnigið niður fyrir minna en mánuði síðan

Miðherji Hauka David Okeke er aftur kominn í leikmannahóp liðsins eftir að hafa hnigið niður í leik þeirra gegn Tindastóli í Síkinu þann 23. nóvember. Samkvæmt heimildum var þá um hjartastopp að ræða, en David hefur áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og ku vera með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í eftir að hann þurfti að hætta að spila vegna þeirra 20 ára gamall árið 2018.

Í framhaldinu fór leikmaðurinn í ítarlega skoðun, en félagið hefur ekkert frekar gefið út með hvort eða hvenær hann hafi verið talinn leikfær á nýjan leik. David er þó í liði Hauka og mun leika með þeim gegn Grindavík í kvöld í síðasta leik ársins í Subway deild karla.

Fréttir
- Auglýsing -