spot_img
HomeFréttirDavíð: Líkurnar mjög litlar á því að dæma fjórframlengdan leik aftur

Davíð: Líkurnar mjög litlar á því að dæma fjórframlengdan leik aftur

Davíð Kr. Hreiðarsson dómari hefur marga fjöruna sopið í dómgæslunni og nú er hann enn eina ferðina mættur til Solna í Svíþjóð og dæmir á Norðurlandamótinu í fjórða sinn en árið 2008 dæmdi Davíð fjórframlengdan leik hjá Svíþjóð og Danmörku í U18 ára kvenna.
,,Þetta er eftirminnilegast leikur sem ég hef dæmt því í öllum leikhlutum og framlengingum var um flautukörfur að ræða. Þetta var ógeðslega gaman enda gekk þetta vel og vissulega eftirminnileg reynsla," sagði Davíð en við fengum hann til að reyna að tippa á hverjar líkurnar væru á því að hann myndi dæma fjórframlengdan leik á NM þetta árið.
 
,,Líkurnar eru mjög litlar," sagði Davíð en þessu til samanburðar hefur einn reynslumesti dómari landsins, Kristinn Óskarsson, dæmt 1600 leiki og þar af aðeins einn fjórframlengdan.
 
Mynd/ [email protected] – Davíð t.h. og Kristinn Óskarsson t.v. eru mættir til Solna. Davíð dæmir á mótinu en Kristinn er í hlutverki dómaraleiðbeinanda á mótinu.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -