Davíð Ingi Bustion hefur framlengt við Fjölni og verður því með Dalhúsamönnum í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Fjölnismenn lögðu Hött í úrslitum um laust sæti í Domino´s deildinni og voru því ekki lengi fjarverandi í úrvalsdeild eða bara eina leiktíð þar sem liðið féll á þarsíðasta tímabili.
Davíð Ingi lék 14 leiki með Fjölni í 1. deild karla á tímabilinu þar sem hann var með 6,9 stig, 4,6 fráköst og 1,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en íslenskir körfuboltaáhugamenn þekkja hann helst fyrir festu í varnarleiknum.