spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaDavid hneig niður í Síkinu - Var fluttur til Akureyrar

David hneig niður í Síkinu – Var fluttur til Akureyrar

David Okeke leikmaður Hauka hneig niður eftir tæplega 18 mínútna leik gegn Tindastóli í Síkinu í gær í leik liðsins í 8. umferð Subway deildar karla. Samkvæmt heimildum var líkt og um hjartastopp væri að ræða þegar atvikið átti sér stað, en David hefur áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og ku vera með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í eftir að hann þurfti að hætta að spila vegna þeirra 20 ára gamall árið 2018. Samkvæmt heimildum fékk David tvöfalt hjartastopp í þessum leik gærkvöldsins eftir að hafa fundið fyrir óreglulegum hjartslætti rétt áður.

Forráðamenn Hauka segja ekki enn ljóst hver umfang þessara meiðsla séu hjá David og bíða fregna, en geta þó staðfest að hann hafi verið fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri í gær þar sem hann er enn í rannsóknum og eftirliti.

Fréttir
- Auglýsing -