spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaDavid Gabrovsek til Stjörnunnar

David Gabrovsek til Stjörnunnar

Stjarnan hefur samið við framherjann David Gabrovsek um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla. David er 27 ára gamall Slóvaki sem kemur til liðsins frá Rogaska Crystal í heimalandinu, en síðan hann kláraði feril sinn í bandaríska háskólaboltanum hefur hann leikið þar og í Rússlandi.

Á síðasta tímabili skilaði hann 13 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Stjarnan hefur samið við David Gabrovsek um að leika með liðinu næsta tímabil. David er 27 ára gamall kraftframherji frá Slóvakíu og eftir háskólanám í Bandaríkjunum hefur hann að mestu leikið í heimalandinu, en auk þess hefur hann leikið í næst efstu deild í Rússlandi. Hann var í U20 liði Slóvaka á sínum tíma.


Hann átti gott tímabil með Rogaska í fyrra, sem er eitt af sterkari liðum Slóvaníu. Hann skilaði á rúmri 31 mínútu 13,3 stigum og 4,9 fráköstum í leik. Hann var með afbragðs skotnýtingu, en hann setti 60% tveggja stiga og 40% af þriggja stiga skotum sínum niður.


Hann er rúmir 2 m á hæð og er ætlað að styrkja liðið undir körfunni.


Við bjóðum David velkominn í Garðabæinn.

Fréttir
- Auglýsing -