spot_img
HomeFréttirDavid fær að fara heim í dag - Fær að vita hvert...

David fær að fara heim í dag – Fær að vita hvert framhaldið verður á mánudag

David Okeke leikmaður Hauka hneig niður eftir tæplega 18 mínútna leik gegn Tindastóli í Síkinu á fimmtudag í leik liðsins í 8. umferð Subway deildar karla. Samkvæmt fregnum var um tvöfalt hjartastopp að ræða hjá leikmanninum, en hann mun hafa verið með bjargráð sem bjargaði honum frá að atvikið yrði enn verra.

David var eftir leik fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann var þangað til hann var fluttur með sjúkraflugi til frekari rannsókna á Landsspítalann í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Körfunnar nú í morgun mun David fá að fara heim í dag af Landsspítalanum, en niðurstöður úr rannsóknum og ráðleggingar um hvert framhaldið verður mun leikmaðurinn fá er hann hittir hjartasérfræðing komandi mánudag 27. nóvember.

Fréttir
- Auglýsing -