spot_img
HomeFréttirDavíð ekki með Skallagrím í vetur

Davíð ekki með Skallagrím í vetur

Borgnesingar eru á fullu að undirbúa lið sitt fyrir komandi átök í Dominos deild karla. Skallagrímur er nýliði í efstu deild eftir að hafa unnið fyrstu deild karla á síðustu leiktíð. 

Liðið missti þó sterkan leikmann úr röðum sínum á dögunum er ljóst var að Davíð Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu. Davíð er uppalinn hjá félaginu en er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu síðustu ár og var til að mynda með 8,2 stig að meðaltali í leik fyrir Borgnesinga á síðustu leiktíð auk þess sem hann var með 44% nýtingu í þriggja stiga skotum sínum. 

„Ef ekki þá var gott að enda þetta með bikar í hendinni“

Hann tilkynnti þetta á Facebook síðu sinni þar sem hann segir: „Mun því miður ekki klæðast gulu og grænu á næsta tímabili en mun vonandi fá það einhverntíman aftur. Ef ekki þá var gott að enda þetta með bikar í hendinni.“

Þessi frábæra þriggja stiga skytta ætti að geta styrkt önnur lið en í samtali við Körfuna sagði Davíð að hann hefði hug á að semja við nýtt lið á næstunni. Engar viðræður væru þó hafnar. 

Fréttir
- Auglýsing -