spot_img
HomeFréttirDavid Blatt hættir eftir HM – Búinn að fá nóg af pólitík

David Blatt hættir eftir HM – Búinn að fá nóg af pólitík

Eftir sigur Rússa á Fílabeinsströndinni í dag tilkynnti David Blatt, þjálfari Rússa, að þetta væri síðasta verkefnið hans með landslið Rússa. Hann er búinn að þjálfa liðið í sex ár en þeir urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn árið 2007.
,,Ég hef verið að sjálfa sama landsliðið í sex ár. Ég hef lagt mig allan fram,” sagði Blatt og hélt áfram. ,,Mér finnst að pólitíkin í rússneskum körfubolta slæm og ég er orðinn þreyttur á henni. Ég hef fengið nóg. Ég vil bara ekki þjálfa landsliðið lengur,” lét hann hafa eftir sér á blaðamannafundinum að leik loknum.
 
Blatt hefur náð frábærum árangri með liðið í gegnum árin og þeir urðu m.a. Evrópumeistarar árið 2007 þegar þeir lögðu heimamenn frá Spáni í úrslitaleik.
 
Í þessari keppni er hann án frábærra leikmanna eins og Andrei Kirilenko og JR Holden. Svo hefur Viktor Khryapa verið meiddur en þrátt fyrir það er liðið komið með tvo sigra úr fyrstu þremur leikjunum.
 
Blatt tók við í sumar þjálfun stórliðs Maccabi Tel Aviv en það er í annað sinn sem hann þjálfar liðið en hann stjórnaði m.a. CSKA Moskvu um tíma.
 
Ljósmynd/ David Blatt hefur fengið nóg af pólitíkinni í rússneskum körfubolta.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -