Þór Þorlákshöfn tók Tindastól í kennslustund í kvöld í Domino´s-deild karla og það ekki síst fyrir tilstilli Davíðs Arnars Ágústssonar sem setti þristamet á tímabilinu, skellti niður sjö langdrægum í átta tilraunum. Fyrir umferðina í kvöld átti Ari Gylfason metið sem var sex þristar í einum leik.
Davíð setti líka persónulegt met því þetta er í fyrsta sinn sem hann skorar sjö þrista í úrvalsdeildarleik, í reynd hafði hann mest gert þrjá þrista á einu tímabili fyrir Þór tímabilið 2013-2014.
Davíð Arnar kom af bekk Þórsara í kvöld, setti 7 þrista í 8 tilraunum samkvæmt tölfræðinni en við höfum fengið orð af því að raunar hafi síðasti þristurinn verið tveggja stiga skot en það á eftir að fást staðfest. Davíð tók einnig eitt frákast, gaf 2 stoðsendingar og stal einum bolta. Langstærsti úrvalsdeildarleikur kappans á ferlinum… rækilegri innstimplun í deild þeirra bestu formlega lokið, vel gert!
Stebbi og Pláhnetan viðeigandi við þetta tilefni:
Myndir/ Bára Dröfn – Tindastólsmenn fengu að kenna á öli Davíðs í kvöld.




