Í kvöld kláruðust 8 liða úrslitin í VÍS bikarkeppni karla, í gær komust Tindastóll og Stjarnan í undanúrslitin og síðan fylgdu KR með þeim í kvöld. Síðasta liðið til að komast áfram var síðan Keflavík en þeir öttu kappi við Val í N1 höllinni.
Góð mæting var í höllina og mikil eftirvænting í loftinu, ekki síst við að sjá Remy Martin, einn allrabesta sóknarmann sem hér hefur spilað. En leikurinn var bráðskemmtilegur, mikill hraði og mikið af fallegum sóknum, fyrri hálfleikurinn var jafn og í þeim síðari var sama sagan sem endaði með nánast flautukörfu sigri gestanna. 93-94.
Karfan spjallaði við Finn Frey Stefánsson þjálfara Vals eftir leik í N1 höllinni.



