spot_img
HomeFréttirDarri og Sigrún körfuknattleiksfólk KR

Darri og Sigrún körfuknattleiksfólk KR

Á aðalfundi KR í gær var tilkynnt hverjir hefðu verið útnefnd íþróttafólk ársins í hverri deild félagasins. Hjá körfuknattleiksdeild KR voru þau Darri Hilmarsson og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrir valinu. www.kr.is greinri frá.
 
 
Á heimasíðu KR segir:
 
Darri gekk aftur til liðs við KR fyrir tímabilið og hefur verið einn af máttarstólpum liðsins í vetur, en liðið tapaði einungis einum leik í deildinni, endaði sem deildarmeistari og stendur nú í ströngu í úrslitarimmunni gegn Grindavík. Darri skoraði 13 stig í leik í vetur en oftar en ekki er framlag hans ekki merkjanlegt í tölfræðinni því mikilvægi hans er ekki síst í vörninni þar sem Darri hefur verið sem klettur á tímabilinu.
 
Sigrún Sjöfn fór fyrir kvennaliði KR í vetur sem var ansi breytt frá síðasta tímabili. Gengi liðsins var skrykkjót en Sigrún skoraði tæp 17 stig í leik og tók 8,5 fráköst. Besti leikur hennar var vafalítið í óvæntum sigri á útivelli gegn Haukum þar sem hún skoraði 39 stig.
  
 
Fréttir
- Auglýsing -