spot_img
HomeFréttirDarri: Glorhungraðar í meira

Darri: Glorhungraðar í meira

Í kvöld mætast Haukar og Valur í fyrsta leik úrslitaeinvígis Dominos deildar kvenna. Innbyrðis viðureignir liðanna voru fjórar í deildinni og sigruðu Haukar þrjár þeirra. Síðast mættust þau í Valsheimilinu þann 13. mars síðastliðinn, þar sem að Haukar sigruðu eftir spennandi leik, 67-71. 

 
Darri Freyr Atlason þjálfari Vals er á leið í sína fyrstu úrslitaseríu í efstu deild í fyrstu tilraun en þetta er einnig í fyrsta sinn sem Valur kemst í úrslitaeinvígið. 
 
Karfan.is náði í Darra í dag og tók púlsinn á honum fyrir seríuna og leik dagsins:
 

 

Fyrsta skipti sem þú ert í úrslitaseríu. Hvernig er sú tilfinning? 

Tilfinningin góð, spenntur. Ég get ekki sagt að ég finni stórkostlega fyrir því að þetta sé mikilvægari leikur en aðrir stórir. Mig langar alltaf að vinna. 

 

Hvernig er stemmningin í Valsliðinu fyrir fyrsta leikinn í kvöld? 

Stemmningin er frábær. Við erum stoltar af því að hafa komist á þennan stað í fyrsta skipti í sögu félagsins en á sama tíma glorhungraðar í meira. 

 

Hverju má búast við í einvíginu og hvernig lýst þér á andstæðinginn? 

Ég held að það megi búast við hörku baráttu og meiri herkænsku en við höfum séð í einvígunum hingað til. Við höfum séð Haukana gera meira til að bregðast við okkar leik en önnur lið. Ingvar og Bjarni eru auðvitað tveir hörkufærir þjálfarar og það skemmir ekki fyrir að hafa Helenu sem hershöfðingjann á vellinum. Að sama skapi erum við vel undirbúnar og teljum okkur hafa gott plan til að gera Haukum erfitt fyrir.

 

Staðan á leikmannahóp, allar klárar?

Aaliyah mun náttúrulega bara vera glima við þetta hnévesen þangað til tímabili lýkur. Að örðu leiti erum við hressar og kátar.

 

Leikurinn hefst kl 19:15 í kvöld og fer fram á Ásvöllum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 auk þess sem honum verður gerð góð skil á Karfan.is í kvöld. 

 
Fréttir
- Auglýsing -