spot_img
HomeFréttirDarri Freyr: Viljum halda sigurhefðinni áfram

Darri Freyr: Viljum halda sigurhefðinni áfram

Í kvöld fór fram leikur þrjú í undanúrslitaeinvígi KR og Keflavík þar sem komið var að úrslitastundu. Staðan fyrir leik kvöldsins var 2-0 fyrir Keflavík og var KR því með bakið uppvið vegg.

Óhætt er að segja að sigur Keflavíkur hafi verið ansi hreint öruggur í kvöld þar sem liðið náði 10-2 forystu strax á upphafsmínútunum. KR reyndi ýmislegt til að koma sér aftur í leikinn en það hreinlega tókst ekki í dag. Keflavík vann góðan sigur 88-70 og er komið í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætir Þór Þ eða Stjörnunni.

Karfan ræddi við Darra Frey Atlason þjálfara KR eftir tap kvöldsins og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan

Fréttir
- Auglýsing -