KR lagði ÍR í kvöld í lokaumferð deildarkeppni Dominos deildar karla, 112-101. KR endar deildina því í 5. sæti og mæta grönnum sínum í Val í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á meðan að ÍR enda í 10. sætinu og eru komnir í sumarfrí.
Karfan spjallaði við Darra Frey Atlason, þjálfara KR, eftir leik í Vesturbænum.