Valur lagði KR í kvöld í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla, 82-88. Staðan í einvíginu er því jöfn 2-2 og þurfa þau að mætast í oddaleik til að útkljá hvort þeirra kemst áfram í undanúrslitin.
Karfan spjallaði við Darra Frey Atlason, þjálfara KR, eftir leik á Meistaravöllum.