Borgnesingar hafa samið við Darrell Flake um að leika áfram með félaginu í 1. deild karla á næsta tímabili.
Þessi 37 ára miðherji kom frá Tindastól fyrir ári síðan þar sem hann hafði leikið síðustu tvö tímabil við góðan orðstýr. Þar áður spilaði Flake með Skallagrím árið 2012 og var þá með 19 stig og 13 fráköst að meðaltali í leik. Darrel Flake kom þá til liðs við Skallagrím í þriðja skipti en hann kom fyrst árið 2006, aftur 2010 og svo að lokum 2016. Það má því með sanni segja að Flake sé orðinn Borgnesingur. Hann hefur spilað auk Skallagríms og Tindastóls með Þór Þ, Fjölnir og Grindavík og spilar því sem íslendingur í deildinni.
Skallagrímur féll úr Dominos deild karla á síðasta tímabili með 14 stig og lék mjög vel framan af tímabili. Þar munaði miklu um framlag Flake á vellinum sem var með 8,5 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik en smávægileg meiðsli drógu aðeins af honum er leik á tímabilið.
Finnur Jónsson sagði um samninginn: „Ég er gríðarlega spenntur að fá Darrell aftur til liðsins, ekki síst þar sem hann kemur með mikilvæga reynslu í liðið, auk þess sem okkur vantaði tilfinnanlega meiri breidd í stöðurnar undir körfunni. Darrell mun hjálpa okkur að binda saman varnarleikinn auk þess sem allir vita hvað hann getur á hinum enda vallarins. Þá hef ég miklar væntingar um að hann verði góð viðbót við þjálfarateymið.“