21:01
{mosimage}
(Darrell Flake ásamt Matthíasi Imsland, framkvæmdastjóra Icleand Express)
Miðherjinn Darrell Flake hjá Skallagrím hefur verið magnaður í vetur með 23,7 stig að meðaltali í leik fyrir Skallagrím en í stað þess að fara heim yfir jólin varð hann eftir í Borgarnesi og tók vel á því í ræktinni. Flake var í dag einn fimm leikmanna sem valinn var í úrvalslið Iceland Express deildarinnar fyrir umferðir 9-15 og skyldi engan undra þar sem hann hefur verið burðarás í liði Skallagríms um nokkra hríð.
,,Ég hef verið að reyna að spila grimmari bolta á báðum endum vallarins og berjast fyrir sæti Skallagríms í úrslitakeppninni, þetta verður bara erfiðara eftir því sem líður á tímabilið,” sagði Flake sem er frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 13,9 fráköst að meðaltali í leik.
,,Að missa Zeko og Axel var okkur mjög erfitt en við höfum sterka leikmenn á borð við Pálma, Pétur og Haffa en ég vissi að ég þyrfti að verða grimmari í sókninni. Þá bættum við okkur einnig í vörninni og tókst að landa nokkrum góðum sigrum í fjarveru sterkra leikmanna,” sagði Flake en Skallagrímur situr í 4. sæti deildarinnar með 18 stig og fá möguleika á því að hefna sín á Fjölnismönnum á fimmtudag. Liðin mætast í deildinni á heimavelli Fjölnis þar sem Skallagrímsmenn ætla að koma fram hefndum fyrir bikarósigurinn gegn Grafarvogspiltum síðasta sunnudag.
Flake segir að Skallagrímsmenn verði þó að verja heimavöllinn í næstu leikjum en eins og flestir vita þá misstíga þeir sig ekki oft í Fjósinu. ,,Ef við vinnum okkar leiki heima og gætum stolið nokkrum sigrum á útivelli þá eigum við fínan möguleika á toppsæti deildarinnar, það er ekki fjarstæðukennt. Við verðum bara að standa okkur og svo er Axel væntanlegur inn og nýr bosmann leikmaður að aðlgast okkar leik,” sagði Flake en sá heitir Florian Miftari og er frá Kosovo-héraðinu í Serbíu.



