Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Darrel K. Lewis um að leika með liðinu á komandi tímabili. Darrel Lewis er 192 cm á hæð og flestir muna eftir honum með Grindavík hér um árið þar. Darrel mun á síðustu misserum haldið manninn á Ítalíu og Grikklandi og síðasta var hann í 2. deild í Grikklandi.
Á heimasíðu Keflavíkur kveðst kappinn hlakka til þess að koma aftur til íslands og spila. Vissulega hvalreki á fjörur Keflvíkinga þar sem Darrel mun vissulega styrkja hópinn og um leið koma til liðsins með gríðarlega mikla reynslu.