spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaDanski Nikola Jokic í Þorlákshöfn

Danski Nikola Jokic í Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn hefur samið við danska landsliðsmanninn Morten Bulow fyrir komandi tímabil í Bónusdeild karla.

Samkvæmt fréttatiækynningu Þórs er Morten oft kallaður hinn danski Jokic, en hann er fjölhæfur stór leikmaður sem spilar bæði sem miðherji og framherji.

Morten er 25 ára gamall og fór ungur í víking til Svíþjóðar og Spánar, síðustu tvö ár hefur hann spilaði fyrir Randers Cimbria í dönsku deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -