spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaDanska landsliðskonan endursemur

Danska landsliðskonan endursemur

Njarðvík hefur framlengt samningi sínum við Emilie Sofie Hesseldal fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.

Emilie er dönsk landsliðskona sem kom til Njarðvíkur fyrir síðasta tímabil og var einn af betri leikmönnum deildarinnar í sterku Njarðvíkurliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og fór alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem þær töpuðu fyrir Keflavík. Emilie er gífurlega reynslumikill leikmaður, sem hóf feril sinn með Aabyhøj IF í Danmörku árið 2006, en ásamt Íslandi og í heimalandinu hefur hún síðan þá einnig leikið fyrir félög í Ástralíu, Portúgal, Svíþjóð og í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Fréttir
- Auglýsing -