spot_img
HomeFréttirDanska: Axel stigahæstur í sigri Værløse

Danska: Axel stigahæstur í sigri Værløse

 
Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Axel Kárason og liðsfélagar í Værløse höfðu góðan heimasigur á SISU 87-83. Sigurður Þór Einarsson verður svo á ferðinni í kvöld með Horsens IC þegar Falcon mætir í heimsókn.
Axel var stigahæstur í liði Værløse með 22 stig í gær en kappinn setti niður 7 af 9 skotum sínum í teignum og tók auk þess 9 fráköst og var með 2 varin skot. Eftir sigurinn í gær er Værløse í 7. sæti dönsku deildarinnar með 2 sigra og 4 tapleiki.
 
Aabyhøj IF mátti þola tap á heimavelli í gær þegar toppliðið Svendborg Rabbits komu í heimsókn. Lokatölur voru 71-84 Svendborg í vil sem unnið hafa alla sex fyrstu leiki sína. Ólafur J. Sigurðsson var með 7 stig í leiknum, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á tæpum 34 mínútum. Guðni Heiðar Valentínusson bætti við 2 stigum á þremur mínútum. Aabyhøj IF er í 5. sæti deildarinnar með 3 sigra og 3 tapleiki.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -