spot_img
HomeFréttirDanny Shouse kominn í tónlistina

Danny Shouse kominn í tónlistina

12:03

Okkur á karfan.is barst póstur á dögunum, það gerist oft en innihald þessa póst vakti mikla lukku. Tengill á vef Danny Shouse sem lék með Njarðvík og Ármanni hér á árum áður og skoraði meðal annars 100 stig í einum leik fyrir Ármann.

En þessi vefur Shouse fjallar ekki um körfubolta, kappinn hefur snúið sér að öðrum hugðarefnum, nefnilega tónlist. Shoue hefur gefið út disk með með rólegri og þægilegri tónlist og er hægt að fá smjörþefinn af þessu á heimasíðu hans. Þá er einnig hægt að panta diskinn.

Diskur sem þessi gæti yljað mörgum um hjartaræturnar en Shouse gerði það einmitt á körfuboltavellinum í kringum 1980. Á sama tíma kom bróðir hans Darrell og lék með Fram og um 10 árum seinna kom svo þriðji bróðirinn Douglas og lék með ÍR. Þess ber þó að geta að karfan.is hefur ekki heimildir fyrir að Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar sé skyldur þeim bræðrum.

En það er um að gera að líta við hjá kappanum og jafnvel að skilja eftir kveðju.

[email protected]

Mynd: KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -