Íslenska U20 ára landsliðið var rétt í þessu að tapa 63-85 gegn Danmörku á Norðurlandamóti kvenna. Danir reyndust sterkari í fjórða leikhluta, unnu hann 27-8 og leikinn 63-85 en fram að fjórða var hörku slagur hjá liðunum.
Sandra Lind Þrastardóttir var stigahæst í liði Íslands með 15 stig og 5 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir bætti við 14 stigum og 7 fráköstum.
Ísland á einn leik eftir á mótinu en sá er gegn Eistum á morgun.
Mynd/ Sandra Lind var stigahæst í íslenska liðinu í dag en á þessari mynd er hún með U18 ára landsliði Íslands á NM í Svíþjóð á síðasta ári.



