spot_img
HomeFréttirDanir reyndust grimmari í síðari hálfleik

Danir reyndust grimmari í síðari hálfleik

22:02
{mosimage}

 

(Ingibjörg Jakobsdóttir var stigahæst hjá íslenska liðinu í dag) 

 

Íslenska U 18 ára landslið kvenna mátti sætta sig við 46-67 ósigur gegn Dönum í sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem fram fer í Solna í Svíþjóð. Íslenska liðið leiddi 34-31 í hálfleik en gáfu eftir í þeim síðari og Danir lönduðu góðum sigri. Ingibjörg Jakobsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 13 stig. Svíar hér ytra skráðu Rögnu Margréti Brynjarsdóttur frá Haukum með 4 fráköst en tölfræðingurinn og íþróttafréttamaðurinn Óskar Ófeigur Jónsson er staddur hér í Svíþjóð og skráði tölfræði leksins. Hann var með 20 fráköst skráð á Rögnu Margréti svo við tökum tölfræðinni frá heimamönnum með risavöxnum fyrirvara. Ítarlegri og betri tölfræði frá Norðurlandamótinu verður að fá að móti loknu.

 

Danir leiddu 15-20 að loknum fyrsta leikhluta en íslensku stelpurnar léku frábæran bolta í öðrum leikhluta. Ragna Margrét jafnaði metin í 24-24 með erfiðu teigskoti og við það vaknaði íslenska liðið og tók forystuna og leiddu 34-31 í hálfleik.

 

Í síðari hálfleik fór allt í baklás og Danir lokuðu í vörninni. Íslenska liðið var ekki að finna taktinn í sókninni og gerðu stelpurnar aðeins 5 stig í þriðja leikhluta og því leiddu Danir 39-48 fyrir fjórða og síðasta leikhluta.

 

{mosimage}

 

Rétt eins og í þriðja leikhluta gekk illa að skora hjá íslenska liðinu og því lönduðu Danir öruggum 46-67 sigri.

 

Stigaskor íslenska liðsins

Ingibjörg Jakobsdóttir 13

Hafrún Hálfdánardóttir 12

Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11

Íris Sverrisdóttir 7

Kristín Fjóla Reynisdóttir 2

Heiðrún Hödd Jónsdóttir 1

 

[email protected]

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -